Mikil sorg ríkir í Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Fórnarlamb árásarinnar á spítala. Mynd/AFP „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38