Búist við fjölmenni í miðbænum vegna Gleðigöngunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 12:10 Frá Gleðigöngu síðasta árs. Vísir/Friðrik Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn. Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp