Búist við fjölmenni í miðbænum vegna Gleðigöngunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 12:10 Frá Gleðigöngu síðasta árs. Vísir/Friðrik Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira