Slétt sama um lykilorðin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 07:30 Dæmi um öruggt lykilorð. Nema bara alls ekki. Getty Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira