Enski boltinn

Bið Huddersfield eftir sigri lengist enn | Unnu síðast 26. febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum á John Smith's vellinum í kvöld.
Úr leiknum á John Smith's vellinum í kvöld. vísir/getty
Ivan Cavaleiro, lánsmaður frá Wolves, tryggði Fulham sigur á Huddersfield Town, 1-2, í ensku B-deildinni í kvöld. Bæði liðin féllu úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Þetta var annar sigur Fulham í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar með sex stig. Huddersfield er hins vegar aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Huddersfield vann síðast leik 26. febrúar þegar liðið bar sigurorð af Wolves, 1-0. Síðan er liðinn 171 dagur, eða tæpir sex mánuðir.

Stuðningsmenn Huddersfield eru eðlilega þreyttir á ástandinu og púuðu á leikmenn liðsins í leikslok.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 51. mínútu kom Aleksandar Mitrovic Fulham yfir. Sex mínútum síðar jafnaði Karlan Ahearne-Grant fyrir Huddersfield.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka tryggði Cavaleiro Fulham svo stigin þrjú með laglegu marki. Lokatölur 1-2, Fulham í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×