Lampard enn í leit að sínum fyrsta sigri sem stjóri Chelsea Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. ágúst 2019 17:30 Fyrsti heimaleikur Lampard afstaðinn visir/getty Frank Lampard stýrði Chelsea í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fékk Leicester City í heimsókn í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Heimamenn settu gestina undir stífa pressu í upphafi leiks og það skilaði marki strax á 7.mínútu þegar Mason Mount nýtti sér mistök Wilfried Ndidi rétt við vítateig Leicester. Mount vann boltann af harðfylgi og kláraði færið vel. Draumabyrjun hjá Chelsea sem steinlá í 1.umferð á Old Trafford. Gestirnir unnu sig vel út úr þessu áfalli í byrjun leiks og úr varð hörkuleikur. Ndidi bætti upp fyrir mistök sín á 67.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu James Maddison framhjá varnarlausum Kepa Arrizabalaga og staðan orðin jöfn. Þrátt fyrir fjörugar lokamínútur urðu mörkin ekki fleiri. Annað jafntefli Leicester á leiktíðinni og um leið fyrsta stig Chelsea undir stjórn Lampard. Enski boltinn
Frank Lampard stýrði Chelsea í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fékk Leicester City í heimsókn í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Heimamenn settu gestina undir stífa pressu í upphafi leiks og það skilaði marki strax á 7.mínútu þegar Mason Mount nýtti sér mistök Wilfried Ndidi rétt við vítateig Leicester. Mount vann boltann af harðfylgi og kláraði færið vel. Draumabyrjun hjá Chelsea sem steinlá í 1.umferð á Old Trafford. Gestirnir unnu sig vel út úr þessu áfalli í byrjun leiks og úr varð hörkuleikur. Ndidi bætti upp fyrir mistök sín á 67.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu James Maddison framhjá varnarlausum Kepa Arrizabalaga og staðan orðin jöfn. Þrátt fyrir fjörugar lokamínútur urðu mörkin ekki fleiri. Annað jafntefli Leicester á leiktíðinni og um leið fyrsta stig Chelsea undir stjórn Lampard.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti