Trylla Tjarnarbíó með teknófiðluleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 13:40 Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth
Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15