Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2019 14:14 Brad Pitt og Leonardo DiCaprio leika aðalhlutverkin í myndinni. Sony Pictures Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino var tekin til almennra sýninga í gærkvöldi. Um er að ræða nokkurs konar óð Tarantino til gullaldar Hollywood, sem var á sjöunda áratug síðustu aldar, og var mikið púður lagt í að endurskapa umhverfi Los Angeles-borgar til að koma tíðarandanum til skila. Myndin segir frá leikaranum Rick Dalton, leikinn af Leonardo DiCaprio, og áhættuleikaranum hans Cliff Booth, leikinn af Brad Pitt. Dalton má muna fífil sinn fegurri og þráir ekkert heitara en að komast aftur upp á stjörnuhimininn. Þegar hjónin Roman Polanski og Sharon Tate flytja í næsta hús við Dalton hugsar hann sér gott til glóðarinnar. Myndin gerist árið 1969 og hafði Polanski skömmu áður gefið út hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem sló í gegn. Álítur Dalton leikstjórann vera þann heitasta í Hollywood og hann sé einu sundlaugarpartíi frá því að ná aftur á toppinn með aðstoð Polanski. Eins og hefur komið fram í kynningarefni myndarinnar þá eru komið inn á voðaverk Manson-fjölskyldunnar í Los Angeles á þessum árum í myndinni. Það er þó ekki eini voveiflegi atburðurinn sem vísað er til í myndinni.Í þessari grein verður farið yfir ákveðna atburðarás í myndinni og hún útskýrð nánar. Þeir sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá myndina ættu að hætta lestri hér.Rick Dalton og Cliff Booth eiga í nánast órjúfanlegu sambandi í þessari mynd. Booth er ekki bara áhættuleikari Dalton heldur ígildi einkaþjóns ásamt því að vera besti vinur hans. Dalton berst hart fyrir því að Booth sé notaður sem áhættuleikari hans í myndum en við tökur á sjónvarpsþættinum Green Hornet tilkynnir Randy, sem er leikinn af Kurt Russell og stýrir áhættuleikurum í þáttunum, að hann vilji ekki sjá Booth á tökustaðnum því honum sé illa við hann. Randy útskýrir að honum sé illa við hann vegna þess að Booth á að hafa drepið eiginkonu sína. Því næst klippir Tarantino yfir í endurlit úr fortíð Booth þar sem má sjá hann á bát ásamt eiginkonu sinni. Í endurlitinu er eiginkonan að láta Booth heyra það, líf hans sé misheppnað og í ofanálag sé hún föst á báti með honum. Booth er búinn að láta á sig köfunargleraugu og heldur á litlum skutli sem hann ætlar að væntanlega að nota til að veiða fisk. Eiginkonan hans heldur áfram að láta hann heyra það, Booth sest niður og skutulinn vísar í átt að henni. Rétt áður en eitthvað virðist gerast er klippt aftur í nútíðina.Með þessu er því ekki ljóst hvað gerðist, drap hann hana að yfirlögðu ráði eða var þetta slys? Því er aldrei svarað almennilega en þeir sem eru ósáttir við Booth segja að hann hafi komist upp með morð.Vísun í dauða leikkonunnar Natalie Wood Þeir sem til þekkja vilja meina að þarna sé Tarantino að vísa í dauða leikkonunnar Natalie Wood í nóvember árið 1981. Eiginmaður hennar, Robert Wagner, hefur lengi verið grunaður um að bera ábyrgð á dauða hennar en málið þykir enn í dag mikil ráðgáta.Robert Wagner og Natalie Wood árið 1981.Vísir/GettyNatalie Wood var stödd á snekkjunni Splendour ásamt Robert Wagner og meðleikara hennar í kvikmyndinni Brainstorm, Christopher Walken. Var förinni heitið til eyjunnar Santa Catalina í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Um er að ræða kvöldið 28. nóvember árið 1981 en yfirvöld fundu lík hennar um klukkan átta að morgni 29. nóvember um tæpa tvo kílómetra frá snekkjunni. Lítill árabátur sem tilheyrði snekkjunni fannst í fjöru skammt frá. Wagner sagði að Natalie hefði ekki verið með honum þegar hann fór að sofa. Marblettir fundust á líkama hennar og höndum ásamt skrámum á vinstri kinn hennar.Hefur Robert Wagner viðurkennt að hafa rifist við Natalie Wood áður en hún hvarf.Vísir/GettyViðurkenndi Wagner í ævisögu sinni, Piece of My Heart, að þau hafi rifist áður en hún hvarf. Við krufningu á líki hennar fannst lítið magn af áfengi í blóði hennar en hún hafði tekið sjóveikistöflur og verkjalyf með. Dánardómstjóri í Los Angeles-sýslu úrskurðaði að hún hefði látist af slysförum. Vildi hann meina að hún hafi verið drukkin og runnið til þegar hún ætlaði sér í árabátinn og fallið í sjóinn.Systirin hafði miklar efasemdir Systir hennar, Lana, hafði hins vegar miklar efasemdir því hún sagði Wood hafa verið ósynda og dauðhrædda við vatn. Hún hefði aldrei reynt að yfirgefa snekkjuna eins síns liðs í árabát. Tvö vitni á öðrum báti sem voru nærri snekkjunni sögðust hafa heyrt konu hrópa á hjálp þessa nótt.Skipstjórinn dró frásögn sína til baka Skipstjóri snekkjunnar var Dennis Davern en málið var tekið aftur til rannsóknar árið 2011 þegar hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt við rannsókn málsins á sínum tíma þegar hann var spurður hvort að Wood og Wagner hefðu rifist umrætt kvöld. Davern vildi meina að Wood hefði verið að daðra við Christopher Walken og að Wagner hefði reiðst mikið. Hann sagði Wagner hafa bannað sér að notast við leitarljós og láta yfirvöld vita af því að hennar væri saknað. Vildi Davern meina að Wagner bæri ábyrgð á dauða hennar. Walken fékk sér lögmann og reyndist samstarfsfús við rannsókn máls og var ekki álitinn sakborningur. Árið 2012 ákvað yfirdómsstjóri Los Angeles-sýslu að breyta orðalagi varðandi dánarorsök Wood. Var því breytt á þá leið að Wood hefði látist af völdum drukknunar og óvissuþátta. Í febrúar árið 2018 var Wagner nefndur sem manneskja sem lögreglan beindi sjónum sínum að við rannsókn á dauða Wood en hann hefur neitað að bera einhvers konar ábyrgð á dauða hennar. Hollywood Kafað dýpra Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino var tekin til almennra sýninga í gærkvöldi. Um er að ræða nokkurs konar óð Tarantino til gullaldar Hollywood, sem var á sjöunda áratug síðustu aldar, og var mikið púður lagt í að endurskapa umhverfi Los Angeles-borgar til að koma tíðarandanum til skila. Myndin segir frá leikaranum Rick Dalton, leikinn af Leonardo DiCaprio, og áhættuleikaranum hans Cliff Booth, leikinn af Brad Pitt. Dalton má muna fífil sinn fegurri og þráir ekkert heitara en að komast aftur upp á stjörnuhimininn. Þegar hjónin Roman Polanski og Sharon Tate flytja í næsta hús við Dalton hugsar hann sér gott til glóðarinnar. Myndin gerist árið 1969 og hafði Polanski skömmu áður gefið út hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem sló í gegn. Álítur Dalton leikstjórann vera þann heitasta í Hollywood og hann sé einu sundlaugarpartíi frá því að ná aftur á toppinn með aðstoð Polanski. Eins og hefur komið fram í kynningarefni myndarinnar þá eru komið inn á voðaverk Manson-fjölskyldunnar í Los Angeles á þessum árum í myndinni. Það er þó ekki eini voveiflegi atburðurinn sem vísað er til í myndinni.Í þessari grein verður farið yfir ákveðna atburðarás í myndinni og hún útskýrð nánar. Þeir sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá myndina ættu að hætta lestri hér.Rick Dalton og Cliff Booth eiga í nánast órjúfanlegu sambandi í þessari mynd. Booth er ekki bara áhættuleikari Dalton heldur ígildi einkaþjóns ásamt því að vera besti vinur hans. Dalton berst hart fyrir því að Booth sé notaður sem áhættuleikari hans í myndum en við tökur á sjónvarpsþættinum Green Hornet tilkynnir Randy, sem er leikinn af Kurt Russell og stýrir áhættuleikurum í þáttunum, að hann vilji ekki sjá Booth á tökustaðnum því honum sé illa við hann. Randy útskýrir að honum sé illa við hann vegna þess að Booth á að hafa drepið eiginkonu sína. Því næst klippir Tarantino yfir í endurlit úr fortíð Booth þar sem má sjá hann á bát ásamt eiginkonu sinni. Í endurlitinu er eiginkonan að láta Booth heyra það, líf hans sé misheppnað og í ofanálag sé hún föst á báti með honum. Booth er búinn að láta á sig köfunargleraugu og heldur á litlum skutli sem hann ætlar að væntanlega að nota til að veiða fisk. Eiginkonan hans heldur áfram að láta hann heyra það, Booth sest niður og skutulinn vísar í átt að henni. Rétt áður en eitthvað virðist gerast er klippt aftur í nútíðina.Með þessu er því ekki ljóst hvað gerðist, drap hann hana að yfirlögðu ráði eða var þetta slys? Því er aldrei svarað almennilega en þeir sem eru ósáttir við Booth segja að hann hafi komist upp með morð.Vísun í dauða leikkonunnar Natalie Wood Þeir sem til þekkja vilja meina að þarna sé Tarantino að vísa í dauða leikkonunnar Natalie Wood í nóvember árið 1981. Eiginmaður hennar, Robert Wagner, hefur lengi verið grunaður um að bera ábyrgð á dauða hennar en málið þykir enn í dag mikil ráðgáta.Robert Wagner og Natalie Wood árið 1981.Vísir/GettyNatalie Wood var stödd á snekkjunni Splendour ásamt Robert Wagner og meðleikara hennar í kvikmyndinni Brainstorm, Christopher Walken. Var förinni heitið til eyjunnar Santa Catalina í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Um er að ræða kvöldið 28. nóvember árið 1981 en yfirvöld fundu lík hennar um klukkan átta að morgni 29. nóvember um tæpa tvo kílómetra frá snekkjunni. Lítill árabátur sem tilheyrði snekkjunni fannst í fjöru skammt frá. Wagner sagði að Natalie hefði ekki verið með honum þegar hann fór að sofa. Marblettir fundust á líkama hennar og höndum ásamt skrámum á vinstri kinn hennar.Hefur Robert Wagner viðurkennt að hafa rifist við Natalie Wood áður en hún hvarf.Vísir/GettyViðurkenndi Wagner í ævisögu sinni, Piece of My Heart, að þau hafi rifist áður en hún hvarf. Við krufningu á líki hennar fannst lítið magn af áfengi í blóði hennar en hún hafði tekið sjóveikistöflur og verkjalyf með. Dánardómstjóri í Los Angeles-sýslu úrskurðaði að hún hefði látist af slysförum. Vildi hann meina að hún hafi verið drukkin og runnið til þegar hún ætlaði sér í árabátinn og fallið í sjóinn.Systirin hafði miklar efasemdir Systir hennar, Lana, hafði hins vegar miklar efasemdir því hún sagði Wood hafa verið ósynda og dauðhrædda við vatn. Hún hefði aldrei reynt að yfirgefa snekkjuna eins síns liðs í árabát. Tvö vitni á öðrum báti sem voru nærri snekkjunni sögðust hafa heyrt konu hrópa á hjálp þessa nótt.Skipstjórinn dró frásögn sína til baka Skipstjóri snekkjunnar var Dennis Davern en málið var tekið aftur til rannsóknar árið 2011 þegar hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt við rannsókn málsins á sínum tíma þegar hann var spurður hvort að Wood og Wagner hefðu rifist umrætt kvöld. Davern vildi meina að Wood hefði verið að daðra við Christopher Walken og að Wagner hefði reiðst mikið. Hann sagði Wagner hafa bannað sér að notast við leitarljós og láta yfirvöld vita af því að hennar væri saknað. Vildi Davern meina að Wagner bæri ábyrgð á dauða hennar. Walken fékk sér lögmann og reyndist samstarfsfús við rannsókn máls og var ekki álitinn sakborningur. Árið 2012 ákvað yfirdómsstjóri Los Angeles-sýslu að breyta orðalagi varðandi dánarorsök Wood. Var því breytt á þá leið að Wood hefði látist af völdum drukknunar og óvissuþátta. Í febrúar árið 2018 var Wagner nefndur sem manneskja sem lögreglan beindi sjónum sínum að við rannsókn á dauða Wood en hann hefur neitað að bera einhvers konar ábyrgð á dauða hennar.
Hollywood Kafað dýpra Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira