Mældu geislavirkni í Noregi eftir sprenginguna í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 12:27 Skilti við æfingarsvæði rússneska hersins við þorpið Njonoksa í norðvestanverðu Rússlandi. AP/Sergei Yakovlev Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári. Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42
Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09
Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37