Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Kolbeinn Tumi Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.” Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.”
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira