Hjálpar öðru flóttafólki að koma sér fyrir á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 11:01 Sayed er margt til listanna lagt en hann talar meðal annars níu tungumál. skjáskot/youtube „Gerið það, hjálpum hvort öðru. Ef þú sérð einhvern sem þarfnast hjálpar, gerðu það hjálpaðu þeim.“ Þetta eru skilaboð Sayed, afgansks flóttamanns á Íslandi. Sayed er aðeins 20 ára gamall en áður en hann náði átján ára aldri hafði hann flúið Afganistan tvisvar. „Þegar ég var ungur tóku Talíbanar stjórn í þorpinu mínu og brenndu skólann til kaldra kola. Þeir misþyrmdu mörgum og ég hef séð mörg lík með berum augum,“ segir Sayed í YouTube myndbandi sem birt var á ferðarás Drew Binsky. Frændi hans var drepinn af Talíbönum og bróðir hans var alvarlega slasaður eftir árás. Sayed var neyddur til að yfirgefa heimili sitt þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Talíbanarnir höfðu komið heim til hans vegna þess að bræður hans voru í stjórnmálum.Hann gekk yfir fjöllin til Íran en hann fékk ekki landvistarleyfi og var sendur aftur til Afganistan. Árið 2016 flúði hann aftur og fór til Tyrklands, þaðan til Grikklands svo til Hollands og loks kom hann til Íslands. Eftir sjö mánaða veru fékk hann hæli.„Núna er ég glaður, ég á vegabréf.“ Sayed vinnur sem afgreiðslumaður í 10/11 og hann hjálpar örðum flóttamönnum að sækja um hæli. Hann hefur meðal annars hjálpað föður sem hafði flust hingað með börnin sín þrjú. Fjölskyldan hafi ekki haft húsnæði og Sayed tók þau inn á sitt eigið heimili. Sayed hjálpar flóttafólki að setja upp ferilskrár og sækja um vinnur en hann er tilvalinn í það starf þar sem hann talar níu tungumál. Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
„Gerið það, hjálpum hvort öðru. Ef þú sérð einhvern sem þarfnast hjálpar, gerðu það hjálpaðu þeim.“ Þetta eru skilaboð Sayed, afgansks flóttamanns á Íslandi. Sayed er aðeins 20 ára gamall en áður en hann náði átján ára aldri hafði hann flúið Afganistan tvisvar. „Þegar ég var ungur tóku Talíbanar stjórn í þorpinu mínu og brenndu skólann til kaldra kola. Þeir misþyrmdu mörgum og ég hef séð mörg lík með berum augum,“ segir Sayed í YouTube myndbandi sem birt var á ferðarás Drew Binsky. Frændi hans var drepinn af Talíbönum og bróðir hans var alvarlega slasaður eftir árás. Sayed var neyddur til að yfirgefa heimili sitt þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Talíbanarnir höfðu komið heim til hans vegna þess að bræður hans voru í stjórnmálum.Hann gekk yfir fjöllin til Íran en hann fékk ekki landvistarleyfi og var sendur aftur til Afganistan. Árið 2016 flúði hann aftur og fór til Tyrklands, þaðan til Grikklands svo til Hollands og loks kom hann til Íslands. Eftir sjö mánaða veru fékk hann hæli.„Núna er ég glaður, ég á vegabréf.“ Sayed vinnur sem afgreiðslumaður í 10/11 og hann hjálpar örðum flóttamönnum að sækja um hæli. Hann hefur meðal annars hjálpað föður sem hafði flust hingað með börnin sín þrjú. Fjölskyldan hafi ekki haft húsnæði og Sayed tók þau inn á sitt eigið heimili. Sayed hjálpar flóttafólki að setja upp ferilskrár og sækja um vinnur en hann er tilvalinn í það starf þar sem hann talar níu tungumál.
Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira