Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. ágúst 2019 22:15 Hvað er kynlífsröskun og hvað er til ráða? Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum Makamála um kynlífsraskarnir. Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur, starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis geðheilsustöð. Áslaug hefur mikið fengist við ráðgjöf varðandi vandamál sem kallast kynlífsröskun. Makamál höfðu samband við Áslaugu og fengu að forvitnast meira um hvað kynlífsröskun er og hvernig er hægt að meðhöndla hana. Hver er skilgreiningin á kynlífsröskun?Kynlífsraskanir eru mismunandi útgáfur af truflun í kynlífi. Þegar kynlífið gengur ekki eins og fólk óskar eða líffræðin segir til um að það eigi að gera, kallast það kynlífsröskun á fagmáli.Mætti þá flokka kynlífsröskun sem sjúkdóm? Nei, ekki beint sem sjúkdóm heldur notum við orðið röskun. Kynlífsröskun er samt sjúkdómsflokkur sem er sjálfstæður flokkur í sjúkdómsflokkunarkerfinu sem við notum hérna á Íslandi, en heyrði áður undir geðraskanir. Það er stigsmunur á röskun og sjúkdómi sem er óþarfi að þreyta fólk með. Kynlífsraskanir eru flokkaðar eftir þeim áhrifum sem þær hafa á kynlífið en einnig er þeim skipt upp eftir líffræðilegu kyni.Stundum koma þær fyrir til dæmis í ákveðnum athöfnum eða að þær eru alltaf til staðar, þ.e. gerast alltaf þegar reynt er að stunda kynlíf eða sjálfsfróun. Það skiptir líka máli hvort vandinn er tímabundinn eða hefur alltaf verið til staðar. GETTY Hvaða þættir þurfa að vera staðar til þess að vandinn sé skilgreidur sem röskun/sjúkdómur?Það sem þarf alltaf að vera til staðar svo maður geti skilgreint kynlífsvanda sem röskun er að vandinn trufli þann sem er að glíma við hann verulega og ástandið hafi varað í að minnsta kosti 6 mánuði. Einnig eru kynlífsraskanir flokkaðar eftir því hvar í kynlífinu þær byrja og fólk getur haft fleiri en eina röskun í einu, sumar fylgjast oft að. Þær skiptast í: - Truflun í löngun. - Örvun. - Getu. - Sársauka sem fylgir kynlífi. GETTYÁslaug segir eina algengustu ástæðuna fyrir því að fólk leiti sér hjálpar vegna kynlífsraskana vera mismunandi kynlífslöngun hjá parinu. Hún segir það samt sem áður ekki vera röskun í sjálfu sér að langa mismikið en það valdi skiljanlega truflun á sambandinu.Risvandi og brátt sáðlát eru líka algengar ástæður fyrir því að menn leita til mín. Hjá konum er það svo algeng ástæða að þær finni fyrir sársauka við samfarir. Allar þessar truflanir hafa áhrif á ástarsambönd.En er fólk ekki feimið við að leita sér aðstoðar við kynlífstengdum vandamálum?Fólkið sem leitar til mín er ekki endilega feimið að koma til mín en það tekur oft langan tíma að koma eftir að vandamálin byrja. Margir eru pínu stressaðir þegar þeir mæta fyrst og almennt veit fólk lítið um það hvernig ég vinn.Flestir vilja ekki ræða vandamálið við aðra áður en það hittir mig en það hefur þó færst í aukana að fólk segi mér að það hafi rætt hvað það er að gera hjá mér við vini. Þetta heyrði ég varla fyrir nokkrum árum. Ég spái því að sá tími komi að okkur finnist eðlilegt að fara til kynlífsráðgjafa til að vinna í sambandinu og kynlífinu. Áslaug bætir því við að á síðustu árum höfum við komist mjög langt með að opna umræðuna og skilja mikilvægi geðheilbrigðis. Kynheilbrigði segir hún ekki minna mikilvægt svo að það hljóti að fylgja sömu þróun. Mikilvægt að bæði pör og einstaklingar leiti sér ráðgjafar. Bæði pör og einstaklingar mæta í kynlífsráðgjöf að sögn Áslaugar en hún segir að ef fólk sé í parasambandi þá séu atriði sem betra er að vinna með ef fólk mætir saman í ráðgjöf. Einnig segir hún að það sé margt sem einstaklingar geta unnið með í ráðgjöf ef þeir kjósa að koma einir.Einstaklingar koma stundum til þess að vinna með sjálfsmat sitt á því að vera kynvera. Byggja sig upp eftir sambandsslit eða fyrir nýtt samband.Geta kynlífsraskanir komið upp á öllum aldri? Kynlífsraskanir geta komið á öllum aldri en sumar eru nátengdar því að eldast. Það eru eðlilegar breytingar sem verða með hækkandi aldri sem fólk mistúlkar stundum sem vandamál. Ef við lifum nógu lengi þá munum við upplifa vanda í kynlífi. Það er eðlilegt en oft skortir fólk fræðslu til þess að upplifa það ekki sem vandamál.Sumir sem koma til mín hafa glímt við kynlífsröskun alla ævi. Þá er algengast að það eigi við um brátt sáðlát og sársauka við samfarir en þessi vandamál geta stundum fylgt fólki frá fyrstu kynlífsreynslu.GETTY Kvíðahugsun eða rangar upplýsingar helstu ástæður kynlífsröskunar. Ef ekki er um líkamlegar ástæður fyrir kynlífsvandanum að ræða eins og til dæmis sjúkdómar, þá segir Áslaug það algengast að vandinn stafi af kvíðahugsunum og röngum eða ónógum upplýsingum. Að hennar mati fær fólk ekki næga kynfræðslu.Kynlífsráðgjöf er samtalsmeðferð sem byggir á því að fræða og uppræta hugsanavillur sem hafa áhrif á hegðun eða kynlífið. Ég er því alltaf að vinna með það hvernig hugurinn hefur áhrif á kynlífið og kenna fólki í gegnum ákveðnar æfingar að þjálfa hugann svo líkaminn geti gert það sem hann er hannaður til að gera.En hver eru úrræðin? Úrræðin eru annað hvort það sem maður getur gert heima fyrir, eins og að sinna almennu heilbrigði sínu. Það að borða, sofa og hreyfa sig reglulega hefur allt áhrif á kynheilbrigði. Einnig að tala um kynlífið við þann sem þú ætlar að stunda það með. Ef það dugar ekki er hægt að leita til kynfræðings eða sálfræðings sem er sérmenntaður í kynlífsráðgjöf. Kynlífsráðgjöf er sérhæfð samtalsmeðferð þar sem notaðar eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og fjölskyldumeðferðar. Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur.Makamál þakka Áslaugu kærlega fyrir góð og fræðandi svör. Fyrir áhugasama þá bendum við á síðuna hennar hér. En þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar. Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Emojional: Sigríður Elva hlær að rómantíkinni Sigríður Elva fjölmiðlakona hefur komið víða við. Síðast sá hún um Bítið á Bylgjunni í sumar með Einari Bárðarsyni. Makamál tóku létt spjall við Sigríði Elvu á Facebook þar sem hún svaraði spurningum einungis með emojis (táknmyndum). 12. ágúst 2019 19:30 Bone-orðin 10: Haffi elskar góðan mat og gellur Hafþór Ingi Ingimarsson er 22 ára Hafnfirðingur sem starfar hjá Joe & the Juice á Íslandi. Hafþór hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og öllu sem honum fylgir en hann stundar crossfit hjá XY. Makamál fengu að heyra hver tíu Bone-orðin hans Hafþórs eru. 12. ágúst 2019 14:00 Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Snorri er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 13. ágúst 2019 19:30 Hvað syngur í Dadda Disco? Daddi "Disco" Guðbergsson er sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi og diskótekari sem jafnframt sinnir hlutverki gestgjafa í ævintýraferðum erlendis. Makamál tóku tal af Dadda og spurðu hann um ástina og lífið en svörin eru í formi lagatitla. 13. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur, starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis geðheilsustöð. Áslaug hefur mikið fengist við ráðgjöf varðandi vandamál sem kallast kynlífsröskun. Makamál höfðu samband við Áslaugu og fengu að forvitnast meira um hvað kynlífsröskun er og hvernig er hægt að meðhöndla hana. Hver er skilgreiningin á kynlífsröskun?Kynlífsraskanir eru mismunandi útgáfur af truflun í kynlífi. Þegar kynlífið gengur ekki eins og fólk óskar eða líffræðin segir til um að það eigi að gera, kallast það kynlífsröskun á fagmáli.Mætti þá flokka kynlífsröskun sem sjúkdóm? Nei, ekki beint sem sjúkdóm heldur notum við orðið röskun. Kynlífsröskun er samt sjúkdómsflokkur sem er sjálfstæður flokkur í sjúkdómsflokkunarkerfinu sem við notum hérna á Íslandi, en heyrði áður undir geðraskanir. Það er stigsmunur á röskun og sjúkdómi sem er óþarfi að þreyta fólk með. Kynlífsraskanir eru flokkaðar eftir þeim áhrifum sem þær hafa á kynlífið en einnig er þeim skipt upp eftir líffræðilegu kyni.Stundum koma þær fyrir til dæmis í ákveðnum athöfnum eða að þær eru alltaf til staðar, þ.e. gerast alltaf þegar reynt er að stunda kynlíf eða sjálfsfróun. Það skiptir líka máli hvort vandinn er tímabundinn eða hefur alltaf verið til staðar. GETTY Hvaða þættir þurfa að vera staðar til þess að vandinn sé skilgreidur sem röskun/sjúkdómur?Það sem þarf alltaf að vera til staðar svo maður geti skilgreint kynlífsvanda sem röskun er að vandinn trufli þann sem er að glíma við hann verulega og ástandið hafi varað í að minnsta kosti 6 mánuði. Einnig eru kynlífsraskanir flokkaðar eftir því hvar í kynlífinu þær byrja og fólk getur haft fleiri en eina röskun í einu, sumar fylgjast oft að. Þær skiptast í: - Truflun í löngun. - Örvun. - Getu. - Sársauka sem fylgir kynlífi. GETTYÁslaug segir eina algengustu ástæðuna fyrir því að fólk leiti sér hjálpar vegna kynlífsraskana vera mismunandi kynlífslöngun hjá parinu. Hún segir það samt sem áður ekki vera röskun í sjálfu sér að langa mismikið en það valdi skiljanlega truflun á sambandinu.Risvandi og brátt sáðlát eru líka algengar ástæður fyrir því að menn leita til mín. Hjá konum er það svo algeng ástæða að þær finni fyrir sársauka við samfarir. Allar þessar truflanir hafa áhrif á ástarsambönd.En er fólk ekki feimið við að leita sér aðstoðar við kynlífstengdum vandamálum?Fólkið sem leitar til mín er ekki endilega feimið að koma til mín en það tekur oft langan tíma að koma eftir að vandamálin byrja. Margir eru pínu stressaðir þegar þeir mæta fyrst og almennt veit fólk lítið um það hvernig ég vinn.Flestir vilja ekki ræða vandamálið við aðra áður en það hittir mig en það hefur þó færst í aukana að fólk segi mér að það hafi rætt hvað það er að gera hjá mér við vini. Þetta heyrði ég varla fyrir nokkrum árum. Ég spái því að sá tími komi að okkur finnist eðlilegt að fara til kynlífsráðgjafa til að vinna í sambandinu og kynlífinu. Áslaug bætir því við að á síðustu árum höfum við komist mjög langt með að opna umræðuna og skilja mikilvægi geðheilbrigðis. Kynheilbrigði segir hún ekki minna mikilvægt svo að það hljóti að fylgja sömu þróun. Mikilvægt að bæði pör og einstaklingar leiti sér ráðgjafar. Bæði pör og einstaklingar mæta í kynlífsráðgjöf að sögn Áslaugar en hún segir að ef fólk sé í parasambandi þá séu atriði sem betra er að vinna með ef fólk mætir saman í ráðgjöf. Einnig segir hún að það sé margt sem einstaklingar geta unnið með í ráðgjöf ef þeir kjósa að koma einir.Einstaklingar koma stundum til þess að vinna með sjálfsmat sitt á því að vera kynvera. Byggja sig upp eftir sambandsslit eða fyrir nýtt samband.Geta kynlífsraskanir komið upp á öllum aldri? Kynlífsraskanir geta komið á öllum aldri en sumar eru nátengdar því að eldast. Það eru eðlilegar breytingar sem verða með hækkandi aldri sem fólk mistúlkar stundum sem vandamál. Ef við lifum nógu lengi þá munum við upplifa vanda í kynlífi. Það er eðlilegt en oft skortir fólk fræðslu til þess að upplifa það ekki sem vandamál.Sumir sem koma til mín hafa glímt við kynlífsröskun alla ævi. Þá er algengast að það eigi við um brátt sáðlát og sársauka við samfarir en þessi vandamál geta stundum fylgt fólki frá fyrstu kynlífsreynslu.GETTY Kvíðahugsun eða rangar upplýsingar helstu ástæður kynlífsröskunar. Ef ekki er um líkamlegar ástæður fyrir kynlífsvandanum að ræða eins og til dæmis sjúkdómar, þá segir Áslaug það algengast að vandinn stafi af kvíðahugsunum og röngum eða ónógum upplýsingum. Að hennar mati fær fólk ekki næga kynfræðslu.Kynlífsráðgjöf er samtalsmeðferð sem byggir á því að fræða og uppræta hugsanavillur sem hafa áhrif á hegðun eða kynlífið. Ég er því alltaf að vinna með það hvernig hugurinn hefur áhrif á kynlífið og kenna fólki í gegnum ákveðnar æfingar að þjálfa hugann svo líkaminn geti gert það sem hann er hannaður til að gera.En hver eru úrræðin? Úrræðin eru annað hvort það sem maður getur gert heima fyrir, eins og að sinna almennu heilbrigði sínu. Það að borða, sofa og hreyfa sig reglulega hefur allt áhrif á kynheilbrigði. Einnig að tala um kynlífið við þann sem þú ætlar að stunda það með. Ef það dugar ekki er hægt að leita til kynfræðings eða sálfræðings sem er sérmenntaður í kynlífsráðgjöf. Kynlífsráðgjöf er sérhæfð samtalsmeðferð þar sem notaðar eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og fjölskyldumeðferðar. Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur.Makamál þakka Áslaugu kærlega fyrir góð og fræðandi svör. Fyrir áhugasama þá bendum við á síðuna hennar hér. En þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar.
Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Emojional: Sigríður Elva hlær að rómantíkinni Sigríður Elva fjölmiðlakona hefur komið víða við. Síðast sá hún um Bítið á Bylgjunni í sumar með Einari Bárðarsyni. Makamál tóku létt spjall við Sigríði Elvu á Facebook þar sem hún svaraði spurningum einungis með emojis (táknmyndum). 12. ágúst 2019 19:30 Bone-orðin 10: Haffi elskar góðan mat og gellur Hafþór Ingi Ingimarsson er 22 ára Hafnfirðingur sem starfar hjá Joe & the Juice á Íslandi. Hafþór hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og öllu sem honum fylgir en hann stundar crossfit hjá XY. Makamál fengu að heyra hver tíu Bone-orðin hans Hafþórs eru. 12. ágúst 2019 14:00 Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Snorri er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 13. ágúst 2019 19:30 Hvað syngur í Dadda Disco? Daddi "Disco" Guðbergsson er sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi og diskótekari sem jafnframt sinnir hlutverki gestgjafa í ævintýraferðum erlendis. Makamál tóku tal af Dadda og spurðu hann um ástina og lífið en svörin eru í formi lagatitla. 13. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Emojional: Sigríður Elva hlær að rómantíkinni Sigríður Elva fjölmiðlakona hefur komið víða við. Síðast sá hún um Bítið á Bylgjunni í sumar með Einari Bárðarsyni. Makamál tóku létt spjall við Sigríði Elvu á Facebook þar sem hún svaraði spurningum einungis með emojis (táknmyndum). 12. ágúst 2019 19:30
Bone-orðin 10: Haffi elskar góðan mat og gellur Hafþór Ingi Ingimarsson er 22 ára Hafnfirðingur sem starfar hjá Joe & the Juice á Íslandi. Hafþór hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og öllu sem honum fylgir en hann stundar crossfit hjá XY. Makamál fengu að heyra hver tíu Bone-orðin hans Hafþórs eru. 12. ágúst 2019 14:00
Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Snorri er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 13. ágúst 2019 19:30
Hvað syngur í Dadda Disco? Daddi "Disco" Guðbergsson er sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi og diskótekari sem jafnframt sinnir hlutverki gestgjafa í ævintýraferðum erlendis. Makamál tóku tal af Dadda og spurðu hann um ástina og lífið en svörin eru í formi lagatitla. 13. ágúst 2019 13:30