Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:13 Kjósi Johnson forsætisráðherra að senda þingið heim til að binda hendur þess gagnvart Brexit nyti hann stuðnings stórs hluta bresku þjóðarinnar. Vísir/EPA Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00