Enski boltinn

Millwall vann í fyrsta byrjunarliðsleik Jóns Daða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliði Millwall í kvöld.
Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliði Millwall í kvöld. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Millwall þegar liðið vann West Brom, 1-2, í 1. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Daða í byrjunarliði Millwall á tímabilinu.

West Brom komst yfir með marki Charlie Austin eftir níu mínútna leik en Tom Bradshaw jafnaði á 28. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 55. mínútu skoraði Aiden O'Brien sigurmark Millwall.

Alls fóru 33 leikir fram í 1. umferð deildabikarsins í kvöld.

B-deildarlið Leeds United vann öruggan sigur á D-deildarliði Salford City, 0-3, á útivelli.

Salford, sem eru í eigu fyrrverandi leikmanna Manchester United úr hinum svokallaða '92-árgangi, hélt Leeds í skefjum framan af leik. En á 43. mínútu kom Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, Leeds yfir.

Í upphafi seinni hálfleiks bættu Gaetano Berardi og Mateusz Klich tveimur mörkum við. Lokatölur 0-3, Leeds í vil.

Patrik Sigurður Gunnarsson sat á varamannabekknum hjá Brentford sem tapaði fyrir D-deildarliði Cambridge United í vítakeppni, 4-5. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Öll úrslitin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan (deild liðs innan sviga).

Accrington Stanley (3) 1-3 Sunderland (3) 

AFC Wimbledon (3) 2-3 Milton Keynes Dons (3) 

Barnsley (2) 0-3 Carlisle United (4)

Blackburn Rovers (2) 3-2 Oldham Athletic (4)

Blackpool (3) 2-3 Macclesfield Town (4) 

Bradford City (4) 0-4 Preston North End (2)

Brentford (2) 1-2 Cambridge United (4)

Bristol Rovers (3) 3-0 Cheltenham Town (4) 

Charlton Athletic (2) 0-1 Forest Green Rovers (4)

Colchester United (4) 3-0 Swindon Town (4)

Coventry City (3) 4-1 Exeter City (4)

Gillingham (3) 2-3 Newport County (4)

Grimsby Town (4) 1-0 Doncaster Rovers (3)

Huddersfield Town (2) 0-1 Lincoln City (3)

Luton Town (2) 3-1 Ipswich Town (3) 

Mansfield Town (4) 2-3 Morecambe (4) 

Middlesbrough (2) 2-3 Crewe Alexandra (4)

Nottingham Forest (2) 1-0 Fleetwood Town (3)

Oxford United (3) 1-0 Peterborough United (3)

Plymouth Argyle (4) 2-0 Leyton Orient (4)

Port Vale (4) 1-2 Burton Albion (3) 

Queens Park Rangers (2) 4-3 Bristol City (2)

Rochdale (3) 5-2 Bolton Wanderers (3)

Salford City (4) 0-3 Leeds United (2) 

Scunthorpe United (4) 0-1 Derby County (2)

Shrewsbury Town (3) 0-4 Rotherham United (3)

Stevenage (4) 1-2 Southend United (3)

Swansea City (2) 3-1 Northampton Town (4)

Tranmere Rovers (3) 0-3 Hull City (2)

Walsall (4) 2-3 Crawley Town (4)

West Bromwich Albion (2) 1-2 Millwall (2)

Wigan Athletic (2) 0-1 Stoke City (2)

Wycombe Wanderers (3) 1-2 Reading (2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×