Fjögur ár frá viðskiptaþvingunum Rússa: „Mikilvægt fyrir alla að alþjóðalög haldi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2019 20:30 Utanríkisráðherra segir að allir, og sérstaklega smáríki, eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt. Því sé óskynsamlegt að rjúfa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Mynd/Skjáskot Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira