Körfubolti

NBA-stjarna með nýtt geggjað húðflúr af Barack Obama, Martin Luther King og mörgum fleirum á handleggnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lonzo Ball á meðan vinstri höndin var hrein.
Lonzo Ball á meðan vinstri höndin var hrein. Getty/ Tim Warner
Lonzo Ball er að skipta um starfsvettvang í NBA-deildinni í körfubolta og hann mætir til leiks í vetur með nýtt magnað húðflúr sem nær yfir allan vinstri handlegg hans.

Lonzo Ball var skipti í sumar frá Los Angeles Lakers til New Orleans Pelicans en hann hafði spilað í tvö meiðslahrjáð tímabil með Lakers en hann var með 9,9 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í síðustu leiktíð.

Ball er líka þekktur fyrir yfirlýsingaglaðan föður sinn en það er hætt við því að nýtt glæsilegt húðflúr Lonzo Ball steli nú senunni.





Húðflúrið er sannkölluð listasmíð en það er gert af snillingnum Steve Butcher. Það hefur tekið mjög langan tíma að gera þetta.  

Steve Butcher húðflúraði nefnilega fullt af stórmerkilegu og sögufrægu fólki á handlegg Lonzo Ball en þar má nú finna andlitsmyndir af þeim Martin Luther King Jr., Malcolm X; Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta; Harriet Tubman; Rosu Parks og Jackie Robinson sem var fyrsti blökkumaðurinn til að spila í bandarísku hafnarboltadeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Steve Butcher setti sjálfur af meistaraverki sínu inn á Instagram síðu sína.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×