Húðflúr

Fréttamynd

Gaf lang­ömmu tattú í af­mælis­gjöf

Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. 

Lífið
Fréttamynd

⁠Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann

Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sér þýðingar­mikið húð­flúr

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sér þrjú húð­flúr í and­litið

Eyrún Telma Jóns­dótt­ir aðalstjórnarkona Endósamtakanna fékk sér nýverið þrjú húðflúrið í andlitið. Hún deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok. Eyrún og eiginmaður hennar, Rúnar Hroði Geirmundsson styrktarþjálfari, skarta bæði fjölmörgum húðflúrum víðsvegar um líkamann. Bæði stefna þau á að húðflúra allan líkamann.

Lífið
Fréttamynd

Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta

Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta fjar­lægja nafn Kleina

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 

Lífið
Fréttamynd

Nýtt líf með ný geirvörtu húðflúr

Nú er svokallaður bleikur október og í tilefni af því skoðum við í Íslandi í dag byltingarkennda tækni við að tattúera geirvörtur á ný uppbyggð brjóst kvenna sem misst hafa brjóstin vegna krabbameins og BRCA gensins.

Lífið
Fréttamynd

Tók U-beygju eftir krabba­meins­greiningu og gerðist húð­flúrari

„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Lífið
Fréttamynd

Með Tví­höfða á tví­höfðunum

Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins.

Lífið
Fréttamynd

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húð­flúr á ennið

Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Fótbolti
Fréttamynd

Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húð­flúr í staðinn fyrir hefð­bundinn giftingar­hring

Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. 

Lífið
Fréttamynd

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu

Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“

Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel.

Lífið
Fréttamynd

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann

Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Fótbolti