Strokufangi fannst 16 kílómetrum frá fangelsinu eftir 4 daga leit Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 10:53 Watson flúði fangelsið eftir að hafa myrt fangavörð. Getty/DavidMcNew Fangelsisyfirvöld í Tennessee höfðu á dögunum uppi á strokufanganum Curtis Watson sem hafði verið á flótta í fjóra daga. Upp komst um flótta Watson eftir að lík fangavarðar fannst síðasta miðvikudag. Talið er að Watson hafi myrt hana á meðan hann átti að vera á garðsláttarvakt og hafi í kjölfarið náð að flýja fangelsið. Biðlað var til almennings í grennd við fangelsið og þeim sem hefði hendur í hári Watson lofaðar háar fjárhæðir fyrir viðvikið. CBS greinir frá. Yfir 400 lögreglumenn aðstoðuðu við leitina og yfir 430 manns hringdu inn með ábendingar. Leitin að Watson stóð yfir í fjóra daga áður en hann fannst ekki nema 16 kílómetrum frá West Tennesse ríkisfangelsinu í Henning, um 72 kílómetra frá Memphis. Harvey og Ann Taylor greindu lögreglu frá því að þau hefðu séð Watson bregða fyrir á öryggismyndavélum heimilis þeirra um miðja nótt, en hann reyndi að fela sig nærri bílskýli heimilisins. Lögreglan var kölluð til og Watson freistaði þess að sleppa undan réttvísinni með því að hlaupa inn á akur í nágrenninu. Þegar hann yfirgaf akurinn beið hans ekkert nema hinn langi armur laganna og var hann umsvifalaust handtekinn og færður aftur í fangelsið. Watson var upphaflega handtekinn fyrir ofbeldi gegn barni og var þá fangelsaður en látinn laus árið 2011, tveimur árum seinna fór hann í fangelsi í annað sinn vegna mannráns. Nú er Watson sakaður um morð af fyrstu gráðu, kynferðisbrot, innbrot og flótta úr fangelsinu. Því íhuga ákæruyfirvöld að leitast eftir því að Watson verði dæmdur til dauða. Bandaríkin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira
Fangelsisyfirvöld í Tennessee höfðu á dögunum uppi á strokufanganum Curtis Watson sem hafði verið á flótta í fjóra daga. Upp komst um flótta Watson eftir að lík fangavarðar fannst síðasta miðvikudag. Talið er að Watson hafi myrt hana á meðan hann átti að vera á garðsláttarvakt og hafi í kjölfarið náð að flýja fangelsið. Biðlað var til almennings í grennd við fangelsið og þeim sem hefði hendur í hári Watson lofaðar háar fjárhæðir fyrir viðvikið. CBS greinir frá. Yfir 400 lögreglumenn aðstoðuðu við leitina og yfir 430 manns hringdu inn með ábendingar. Leitin að Watson stóð yfir í fjóra daga áður en hann fannst ekki nema 16 kílómetrum frá West Tennesse ríkisfangelsinu í Henning, um 72 kílómetra frá Memphis. Harvey og Ann Taylor greindu lögreglu frá því að þau hefðu séð Watson bregða fyrir á öryggismyndavélum heimilis þeirra um miðja nótt, en hann reyndi að fela sig nærri bílskýli heimilisins. Lögreglan var kölluð til og Watson freistaði þess að sleppa undan réttvísinni með því að hlaupa inn á akur í nágrenninu. Þegar hann yfirgaf akurinn beið hans ekkert nema hinn langi armur laganna og var hann umsvifalaust handtekinn og færður aftur í fangelsið. Watson var upphaflega handtekinn fyrir ofbeldi gegn barni og var þá fangelsaður en látinn laus árið 2011, tveimur árum seinna fór hann í fangelsi í annað sinn vegna mannráns. Nú er Watson sakaður um morð af fyrstu gráðu, kynferðisbrot, innbrot og flótta úr fangelsinu. Því íhuga ákæruyfirvöld að leitast eftir því að Watson verði dæmdur til dauða.
Bandaríkin Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira