Enski boltinn

Aðeins tveir leikmenn Liverpool hlustuðu og nýttu sér reglu Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum fagna Meistaradeildartitlinum síðasta vor.
Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum fagna Meistaradeildartitlinum síðasta vor. Getty/ Erwin Spek
Tveir leikmenn Liverpool leyfðu sér að gera það í fyrsta heimaleik tímabilsins sem var stranglega bannað þar til 2. júní 2019. Að snerta sögulegt skilti áður en þeir hefðu unnið stóran titil með liðinu.

Liverpool vann langþráðan titil í Madrid í byrjun júní þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum. Þetta var fyrsti titilinn sem félagið vinnur undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp.

Liverpool liðið hafði komist í nokkra úrslitaleiki undir stjórn Klopp en aldrei náð að koma höndum á bikarinn í boði. Það breyttist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og stuðningsmenn Liverpool fengu loksins tækifæri til að fagna titli.

Liverpool spilaði á föstudagskvöldið var sinn fyrsta heimaleik síðan að liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.





Fyrir leikinn á móti Norwich á föstudaginn, sem Liverpool vann 4-1, þá leyfðu tveir leikmenn byrjunarliðs Liverpool sér að gera það sem hafði verið stranglega bannað hingað til.

Þetta voru þeir Jordan Henderson fyrirliði og hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum sem er fjórði fyrirliði liðsins á eftir þeim Henderson, James Milner og Virgil van Dijk.

Jürgen Klopp hafði bannað sínum leikmönnum að snerta „This Is Anfield“ skiltið í leikmannagöngunum áður en þeir unnu stóran titil með félaginu. Henderson hafði spilað með Liverpool frá árinu 2011 og Wijnaldum kom sumarið 2016.

Jordan Henderson fór fyrir sínu liði þegar þeir gengu inn á Anfield fyrir Norwich-leikinn og snerti „This Is Anfield“ skiltið. Næstu menn gerðu það ekki fyrr en að kom að Georginio Wijnaldum. Engir aðrir snertu skiltið. Aðeins tveir leikmenn Liverrpool hlustuðu því og nýttu sér reglu Klopp.

Það má sjá þetta í myndbandinu frá því hvernig var bak við tjöldin á fyrsta heimaleik Liverpool í ár. Inside Anfield myndbandið frá Norwich leiknum er hér fyrir neðan. Þar má sjá öðruvísi og óséð myndbrot frá Norwich leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×