Enski boltinn

Tók James einn leik að jafna árangur Lukaku gegn topp sex liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
James fagnar marki sínu.
James fagnar marki sínu. vísir/getty
Hinn nýi og spennandi vængmaður Manchester United, Daniel James, gerði sér lítið fyrir og skoraði í frumraun sinni á Old Trafford er United rúllaði yfir Chelsea í gær.

James gekk í raðir Manchester United frá Swansea í sumar og margir undruðu sig á kaupunum. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og sjö mínútum hafði hann skorað.

Romelu Lukaku var á dögunum seldur frá United til Inter Mílan en hann hafði leikið með United frá árinu 2017. Leikirnir 66 og mörkin 28 en það voru þó ekki stóru leikirnir sem heilluðu Belgann.

Ef litið er á leikina gegn „stóru sex liðunum“ skoraði Lukaku einungis eitt mark á tíma sínum með Man. Utd gegn þessum topp sex liðum.







Það tók því hinn unga James einungis sjö mínútur til þess að jafna markahlutfall Lukaku gegn stóru liðunum en það er ein af fjölmörgum Twitter-síðum Man. Utd sem greindi frá þessu í gær.

Pilturinn sjálfur var eðlilega í skýjunum með frumraun sína á „Leikvangi draumanna“ og sagði að enginn tilfinning væri betri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×