Guðrún Brá hafði forystu eftir dag tvö og þrjú. Henni urðu engin mistök á í dag en hún spilaði í dag á einu höggi yfir pari en samtals hringina fjóra á þremur undir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með fimm högga forskot færist nær titlinum þegar fjórar holur eru eftir. https://t.co/0InX8jfU6apic.twitter.com/p7ieiH2H6x
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 11, 2019
Saga Traustadóttir lenti í 2. sætinu á fjórum höggum yfir pari og var því sjö höggum á eftir Guðrúnu sem átti sigurinn vísan, nánast eftir dag númer tvö.
Í þriðja sætinu var Nína Björk Geirsdóttir, úr GM, en hún endaði hringina fjóra á sex höggum yfir pari.
Besta golfið í dag spilaði Hulda Clara Gestsdóttir sem endaði á parinu í dag en hún hreppti fjórða sætið.