Enski boltinn

Sterling áttundi leikmaðurinn sem skorar þrennu í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn gegn West Ham í gær.
Sterling fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn gegn West Ham í gær. vísir/getty
Raheem Sterling er áttundi leikmaðurinn sem skorar þrennu í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er jafnframt fyrsti leikmaður Manchester City sem afrekar það.

City hóf titilvörn sína með því að rúlla yfir West Ham United, 0-5, á útivelli í gær. Sterling skoraði þrjú mörk í leiknum og þeir Gabriel Jesus og Sergio Agüero (víti) sitt markið hvor.

Sterling er sá fyrsti sem skorar þrennu í 1. umferð ensku úrvalsdeildinni síðan Didier Drogba gerði það fyrir Chelsea fyrir níu árum.

Sá fyrsti sem afrekaði það var Micky Quinn, þá leikmaður Coventry City, á öðru tímabili ensku úrvalsdeildarinnar (1993-94).

Southampton-hetjan Matthew Le Tissier skoraði þrennu í 1. umferðinni 1995 og ári síðar skoruðu bæði Kevin Campbell (Nottingham Forest) og Fabrizio Ravanelli (Middlesbrough) þrennu.

Dion Dublin skoraði þrennu fyrir Coventry í 1. umferðinni 1997 en síðan liðu ellefu ár þar til næsta þrenna í 1. umferðinni leit dagsins ljós. Hana skoraði Gabriel Agbonlahor fyrir Aston Villa 2008.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×