Þrír fuglar á síðari níu holunum hjá Ólafíu sem er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn Anton Ingi Leifsson skrifar 29. ágúst 2019 21:04 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum í Portland. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, lék vel á síðari níu holunum á Cambia Portland Class-mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið er það áttunda hjá Ólafíu á þessu sterkasta mótaröð heims en einungis einu sinni hefur Ólafía náð að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía spilaði fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir að hafa fengið átta pör og einn skolla á fyrstu níu holunum. Það var hins vegar allt annað uppi á teningnum á síðari níu holunum. Þar byrjaði Ólafía á fjórum pörum áður en fyrsti fuglinn kom og Ólafía komin á parið. Hún fékk svo tvo aðra fugla á 7. og 8. holunni en skolli á 9. og átjándu holu dagsins gerði það að verkum að Ólafía er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hring. Annar hringurinn fer fram á morgun en þegar þetta er skrifað er Ólafía í 41. sætinu. Þó eru allir kylfingarnir ekki búnir með átján holur dagsins. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf á morgun og hefst útsending klukkan 22.30. Útsending frá deginum í dag hefst nú klukkan 21.30. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, lék vel á síðari níu holunum á Cambia Portland Class-mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið er það áttunda hjá Ólafíu á þessu sterkasta mótaröð heims en einungis einu sinni hefur Ólafía náð að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía spilaði fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir að hafa fengið átta pör og einn skolla á fyrstu níu holunum. Það var hins vegar allt annað uppi á teningnum á síðari níu holunum. Þar byrjaði Ólafía á fjórum pörum áður en fyrsti fuglinn kom og Ólafía komin á parið. Hún fékk svo tvo aðra fugla á 7. og 8. holunni en skolli á 9. og átjándu holu dagsins gerði það að verkum að Ólafía er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hring. Annar hringurinn fer fram á morgun en þegar þetta er skrifað er Ólafía í 41. sætinu. Þó eru allir kylfingarnir ekki búnir með átján holur dagsins. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf á morgun og hefst útsending klukkan 22.30. Útsending frá deginum í dag hefst nú klukkan 21.30.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira