Segir innri endurskoðun um rekstur grunnskóla í Reykjavík áfellisdóm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:30 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira