Lífið

Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið

Andri Eysteinsson skrifar
Telja má, út frá orðum leikarans, að Hugh Grant sé ekki á meðal stuðningsmanna forsætisráðherrans.
Telja má, út frá orðum leikarans, að Hugh Grant sé ekki á meðal stuðningsmanna forsætisráðherrans. Getty/Kevin Winter
„Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter.



Grant, sem þekktur er leik sinni í kvikmyndum á borð við Sense og Sensibility, Bridget Jones og Four Weddings and a funeral, lék eftirminnilega nýjan forsætisráðherra Bretlands í myndinni Love Actually sem kom út árið 2003. Þar fer hann hörðum orðum um forseta Bandaríkjanna, leikinn af Billy Bob Thornton. Því er hann vanur að láta stjórnmálaleiðtoga heyra það óþvegið.

Grant tísti um forsætisráðherrann í kjölfar ákvörðunar Johnson um að biðja drottningu um að fresta þingfundum rétt eftir að þingið snýr aftur til starfa. Segja stjórnarandstæðingar að gjörðir Johnson séu ógn við lýðræðið.

Grant hélt áfram að svívirða forsætisráðherrann í tísti sínu á það sem virðist vel úthugsaðan hátt. Grant líkti forsætisráðherranum við baðleikfang áður en hann fór fleiri hörðum orðum um forsætisráðherrann og samstarfsmenn hans.


Tengdar fréttir

Milljón manns skora á Boris

Rúmlega milljón manns hafa undirritað áskorun til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að hann hætti við að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.