Enski boltinn

Tveir nýliðar í enska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaron Wan-Bissaka er einn þriggja hægri bakvarða í enska landsliðshópnum.
Aaron Wan-Bissaka er einn þriggja hægri bakvarða í enska landsliðshópnum. vísir/getty
Tveir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Búlgaríu og Kósovó í undankeppni EM 2020.

Þetta eru varnarmennirnir Aaron Wan-Bissaka og Tyrone Mings. Þeir hafa byrjað tímabilið vel með Manchester United og Aston Villa.

Auk þeirra eru tveir aðrir leikmenn í hópnum sem hafa ekki enn leikið landsleik; Mason Mount (Chelsea) og James Maddison (Leicester City).

Tíu leikmenn 23 ára og yngri eru í enska hópnum.



Alex Oxlade-Chamberlain kemur aftur inn í landsliðshópinn eftir meiðsli. Hann lék síðast landsleik í mars 2018.

Kieran Trippier, leikmaður Atlético Madrid, kemur einnig aftur inn í hópinn. Hann var ekki í enska liðinu sem tók þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í sumar.

England mætir Búlgaríu á Wembley 7. september. Þremur dögum síðar tekur England á móti Kósovó á St Mary's vellinum í Southampton. Englendingar eru með sex stig á toppi A-riðils.

Enski hópurinn

Markverðir: Tom Heaton, Jordan Pickford, Nick Pope

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Joe Gomez, Michael Keane, Harry Maguire, Tyrone Mings, Danny Rose, Kieran Trippier, Aaron Wan-Bissaka

Miðjumenn: Ross Barkley, Jordan Henderson, James Maddison, Mason Mount, Alex Oxlade-Chamberlain, Declan Rice, Harry Winks

Framherjar: Harry Kane, Jesse Lingard, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Raheem Sterling, Callum Wilson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×