Leggja áherslu að framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng verði flýtt Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 10:57 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15