Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 13:30 Paige VanZant Getty/Mike Roach Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White. MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White.
MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira