Finnur fljótt hvort stemmingin sé góð Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Sóli Hólm hefur tekið að sér veislustjórn til margra ára. Núna er hann meira farinn að troða upp sem skemmtikraftur. Vísir Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Sjá meira
Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Sjá meira
Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00
Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30
„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30