„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:30 Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40