Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur. Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur.
Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55