Fær að hefja nám við Tækniskólann: „Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 10:26 Tækniskólinn í Reykjavík. FBL/Eyþór Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56