Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 11:00 Hjólahreystibraut hefur verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina. Vísir/Vilhelm Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina. Reykjavík Skipulag Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent