Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2019 20:06 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall. Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall.
Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00