Tónleikarnir hófust með atriði úr söngleiknum Ðe Lónlí Blú bojs en þeim lauk rétt fyrir flugeldasýningu með tónleikum rapparans Herra Hnetusmjör. Einnig steig Bubbi Morthens á svið og sama gerði Ellen Kristjáns, Auður og hljómsveitin Nýdönsk.
Maraþonhlauparinn Jón Jónsson tók þá einnig lagið ásamt bróður sínum Friðriki Dór.

Ljósmyndarinn Daníel Ágústsson fylgdist með herlegheitunum í Hljómskálagarðinum og smellti af myndum af tónlistarfólkinu sem og glaðlegum áhorfendum.
Í myndasafninu hér að neðan er hægt að fletta í gegnum myndirnar frá tónlistarveislunni í Hljómskálagarðinum.