FIFA sagt vera að kanna möguleikann á því að vera með vélmenni í stað aðstoðardómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 10:30 Sjáum við svona dómara í framtíðinni? Getty/Aaron van Zandvoort/S Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til. FIFA Fótbolti Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til.
FIFA Fótbolti Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira