McIlroy 15 milljónum Bandaríkjadala ríkari eftir að hafa orðið FedEx-meistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:47 McIlroy glaðbeittur með bikarinn. vísir/getty Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira