Lögreglumaður í vanda eftir að hafa logið til um leyniskyttu Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 19:33 Frá aðgerðum lögreglu í Kalíforníu 2016. Getty/Anadolu Agency Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV
Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira