Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 19:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir. Lögreglan Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira