Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 19:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir. Lögreglan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira