Enginn hringdi á lögguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 "Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap,“ segir Margrét. Fréttablaðið/Valli Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira