Maraþonið springur út Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. ágúst 2019 07:30 Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. Fréttablaðið/Ernir Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira