Landamærin enn til trafala fyrir Boris Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Boris Johnson, brosandi þrátt fyrir afar erfiða stöðu. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18