Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2019 18:30 Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, segir óeðlilegt að skoða þurfi hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fái réttláta málsmeðferð. Stöð 2/Baldur Hrfafnkell Jónsson Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira