Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 15:19 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis. Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira