Björgunarsveitir í Póllandi hafa fundið lík eins af þeim tveimur sem festust inn í stærsta helli Póllands, Wielka Sniezna í Tatrafjöllum, í síðustu viku. AP greinir frá.
Mennirnir tveir höfðu ákveðið að skoða ókortlagða hluta hellisins þegar vatnsyfirborð reis og þeir festust. Yfirmaður björgunarsveitarinnar í Tatrafjöllum segir að ólíklegt sé að hinn aðilinn sé á lífi. Vinna björgunarsveita miði nú af því að verkefnið sé að sækja lík hinna látnu.
Til þess að komast að líkinu þarf að breikka þröngan gang djúpt inn í hellinum. Víkkun gangsins verður í forgangi hjá þeim sem unnu að björguninni.
