Lífið

Hjálmar, Króli, Nýdönsk, Herra Hnetusmjör og Auður í Garðpartýi Bylgjunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Garðpartýi Bylgjunnar í fyrra.
Frá Garðpartýi Bylgjunnar í fyrra. Vísir/Vilhelm
Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fer fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Veðurspáin hljóðar upp á stillt veður og tólf stiga hita. Bein útsending verður frá tónleikunum á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Talið verður í upp úr klukkan sex en meðfram ljúfum nótum verður boðið upp á veitingar á meðan birgðir endast. Síðustu tónleikum lýkur rétt fyrir klukkan ellefu svo gestir áhugasamir um flugelda geta rölt sem leið liggur að Arnarhóli til að fylgjast með flugeldasýningunni.

Dagskráin í Hljómskálagarðinum er eftirfarandi:

18:15 Ðe Lónlí Blú bojs - söngleikurinn

18:30 Friðrik Dór og Jón Jónsson

19:00 Bubbi Morthens (ásamt sérstökum gesti, Katrínu Halldóru) og hljómsveit

19:45 Hjálmar

20:30 Króli og Katla flytja lög úr We Will Rock You

20:40 Ellen Kristjáns ásamt hljómsveit

21:10 Auður

21:45 Nýdönsk

22:25 Herra Hnetusmjör






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.