Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2019 18:30 KR-ingar fóru heim með eitt stig í poka eftir leikinn í dag. vísir/bára Það var fátt markvert sem átti sér stað í bragðdaufum baráttuleik KA og KR í blíðunni á Akureyri í dag. Markalaust jafntefli staðreynd. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fyrstu átta mínútur leiksins fóru í mikla miðjubaráttu. KR-ingar náðu að opna vörn KA-manna á 8. mínútu þegar Ægir Jarl Jónasson fékk boltann í þröngri stöðu í teignum. Skot hans beint á Kristijan Jajalo í markinu. Það segir ýmislegt um gang leiksins að líklega var þetta opnasta færi leiksins. KA-menn sköpuðu engin færi í fyrri háfleik. Óskar Örn Hauksson átti skot yfir markið úr góðri stöðu eftir laglegan undirbúning Ægir Jarls og Kristins Jónssonar á 40, mínútu fyrir KR. Síðari hálfleikur var ögn sprækari en sá fyrri, sem skýrist líklega af því að KA-menn voru mun beittari þar en í þeim fyrri. Tækifæri KA-manna komu helst úr föstum leikatriðum. Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk minnst þrjú tækifæri úr aukaspyrnu fyrir framan mark KR, en skotskórnir voru ekki reimaðir á í þetta skiptið. Niðurstaðan jafntefli og óhætt að segja að þau úrslit séu sanngjörn fyrir bæði lið.Af hverju varð jafntefli? Hið braðgdaufa jafntefli verður líkleg að skrifast á hversu góður varnarleikur beggja liða var í leiknum. Það var ljóst snemma leiks að KA-menn ætluðu sér ekki að gefa mörg færi og það gekk eftir. Að sama skapi virtist KR-ingum ekki hungra mjög í stigin þrjú. Stigið líka gott fyrir KA-menn og nánast eins og leikmenn væru sáttir með stigið. Enda kemur það sér vel fyrir bæði lið. KR-ingar færast nær titlinum, KA-menn fá dýrmætt stig í fallbaráttunni.Hverjir stóðu upp úr? Óhætt er að segja að varnarmenn beggja liða hafi verið mest áberandi í þessum leik. Hinn ungi Brynjar Ingi Bjarnason var besti maður vallarins í hjarta KA-varnarinnar. Hann lokaði vel á KR-inga og var einnig skeinuhættur í föstum leikatriðum. Hallgrímur Mar var sem fyrr sprækastur í sóknarleik KA og það sem skapaðist hjá KA, varð til í gegnum hann. Jajalo í markinu stóð sína plikt þegar kallað var á hann. Hjá KR má segja að varnarlínan og miðjan hafi skilað sínu varnarlega. Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn öruggir í flestum sínum aðgerðum. Óskar Örn var sem fyrr skeinuhættur en hafði sig að mestu nokkuð hægan. Kristinn Jónsson líklega sá sóknarmaður sem bjó til mestu hættuna, ekki í fyrsta sinn sem bakvörðurinn gerir það.Hvað gekk illa? Flest í sóknarleik beggja liða gekk tókst ekki upp í þessum leik. Engin opin færi sköpuðust, sérstaklega hjá KA enda fór ekkert skot þeirra á rammann. Náðugur dagur hjá Beiti Ólafssyni í markinu. KA-menn geta einnig nagað sig í handabökin þegar kemur að föstum leikatriðum. Þeir fengu nokkur álitleg í leiknum en náðu ekki að nýta þau nógu vel.Hvað gerist næst? KR-ingar geta sett áttunda eða níunda fingurinn á titilinn með því að leggja ÍA-menn að velli næsta sunnudag í Frostaskjóli. KA-menn þurfa hins vegar að fara suður með sjó á laugardaginn kemur, til Grindavíkur, í leik sem gæti haft mikil áhrif á það hvaða lið fellur, en bæði þessi lið eru í bullandi fallbaráttu.Rúnar var nokkuð sáttur með úrslitin.vísir/báraRúnar: Ekki séð neina fingur á titlinum ennþá Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka eftir leikinn í kvöld. Hann sagði þó skemmtanagildi leiksins ekki hafa verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá.“Óli Stefán Flóventsson.vísir/báraÓli Stefán: Jákvætt fyrir okkar vinnu Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA-manna, var nokkuð sáttur með stigið, enda mikilvægt í þeirri baráttu sem framundan er hjá KA. „Þetta var svo sem lokaður leikur og ekki mikið um færi. Ég er samt ánægður með spilamennskunna hjá okkur, mjög þéttir og mikið jafnvægi. Inn í svona leik þá eru það þessi litlu augnablik sem skera úr um og ég hefði alveg viljað kreista út sigurinn. Mér fannst við spila nógu vel til þess en ég held að jafntefli sé nú sanngjarnt,“ sagði Óli Stefán. KA-menn sköpuðu fá opin færi en fengu nokkur álitleg föst leikatriði. Óli Stefán sagðist hafa viljað sjá KA-menn nýta þau tækifæri betur en var engu að síður sáttur með framlag sinna manna. „Mér finnt heildarbragurinn á liðinu vera mjög góður. Ef ég horfi yfir síðustu fimm-sex leiki að Breiðabliks-leiknum undanskildum þá finnst mér góður bragur á liðinu. Við erum að bæta okkur og líka mjög jákvætt að við erum að nota ungu drengina okkar. Brynjar Ingi kemur inn 19 ára gamall og stígur ekki feilspor. Þetta er svo jákvætt fyrir okkar vinnu,“ sagði Óli Stefán. Framundan er fallbaráttuslagur við Grindavík, leikur sem má ekki tapast fyrir hvorugt lið. „Nú verðum við að einbeita okkur að næsta verkefni. Við megum ekki vera að horfa of langt fram í tímann. Maður færi yfir um ef maður spáir of mikið í svoleiðis. Næsta verkefni og við tökum þennan leik og það er hægt að byggja á mörgu sem við gerðum vel í dag. Við verðum að gíra okkur upp í leikinn gegn Grindavík á sunnudaginn.“ Pepsi Max-deild karla
Það var fátt markvert sem átti sér stað í bragðdaufum baráttuleik KA og KR í blíðunni á Akureyri í dag. Markalaust jafntefli staðreynd. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fyrstu átta mínútur leiksins fóru í mikla miðjubaráttu. KR-ingar náðu að opna vörn KA-manna á 8. mínútu þegar Ægir Jarl Jónasson fékk boltann í þröngri stöðu í teignum. Skot hans beint á Kristijan Jajalo í markinu. Það segir ýmislegt um gang leiksins að líklega var þetta opnasta færi leiksins. KA-menn sköpuðu engin færi í fyrri háfleik. Óskar Örn Hauksson átti skot yfir markið úr góðri stöðu eftir laglegan undirbúning Ægir Jarls og Kristins Jónssonar á 40, mínútu fyrir KR. Síðari hálfleikur var ögn sprækari en sá fyrri, sem skýrist líklega af því að KA-menn voru mun beittari þar en í þeim fyrri. Tækifæri KA-manna komu helst úr föstum leikatriðum. Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk minnst þrjú tækifæri úr aukaspyrnu fyrir framan mark KR, en skotskórnir voru ekki reimaðir á í þetta skiptið. Niðurstaðan jafntefli og óhætt að segja að þau úrslit séu sanngjörn fyrir bæði lið.Af hverju varð jafntefli? Hið braðgdaufa jafntefli verður líkleg að skrifast á hversu góður varnarleikur beggja liða var í leiknum. Það var ljóst snemma leiks að KA-menn ætluðu sér ekki að gefa mörg færi og það gekk eftir. Að sama skapi virtist KR-ingum ekki hungra mjög í stigin þrjú. Stigið líka gott fyrir KA-menn og nánast eins og leikmenn væru sáttir með stigið. Enda kemur það sér vel fyrir bæði lið. KR-ingar færast nær titlinum, KA-menn fá dýrmætt stig í fallbaráttunni.Hverjir stóðu upp úr? Óhætt er að segja að varnarmenn beggja liða hafi verið mest áberandi í þessum leik. Hinn ungi Brynjar Ingi Bjarnason var besti maður vallarins í hjarta KA-varnarinnar. Hann lokaði vel á KR-inga og var einnig skeinuhættur í föstum leikatriðum. Hallgrímur Mar var sem fyrr sprækastur í sóknarleik KA og það sem skapaðist hjá KA, varð til í gegnum hann. Jajalo í markinu stóð sína plikt þegar kallað var á hann. Hjá KR má segja að varnarlínan og miðjan hafi skilað sínu varnarlega. Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn öruggir í flestum sínum aðgerðum. Óskar Örn var sem fyrr skeinuhættur en hafði sig að mestu nokkuð hægan. Kristinn Jónsson líklega sá sóknarmaður sem bjó til mestu hættuna, ekki í fyrsta sinn sem bakvörðurinn gerir það.Hvað gekk illa? Flest í sóknarleik beggja liða gekk tókst ekki upp í þessum leik. Engin opin færi sköpuðust, sérstaklega hjá KA enda fór ekkert skot þeirra á rammann. Náðugur dagur hjá Beiti Ólafssyni í markinu. KA-menn geta einnig nagað sig í handabökin þegar kemur að föstum leikatriðum. Þeir fengu nokkur álitleg í leiknum en náðu ekki að nýta þau nógu vel.Hvað gerist næst? KR-ingar geta sett áttunda eða níunda fingurinn á titilinn með því að leggja ÍA-menn að velli næsta sunnudag í Frostaskjóli. KA-menn þurfa hins vegar að fara suður með sjó á laugardaginn kemur, til Grindavíkur, í leik sem gæti haft mikil áhrif á það hvaða lið fellur, en bæði þessi lið eru í bullandi fallbaráttu.Rúnar var nokkuð sáttur með úrslitin.vísir/báraRúnar: Ekki séð neina fingur á titlinum ennþá Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka eftir leikinn í kvöld. Hann sagði þó skemmtanagildi leiksins ekki hafa verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá.“Óli Stefán Flóventsson.vísir/báraÓli Stefán: Jákvætt fyrir okkar vinnu Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA-manna, var nokkuð sáttur með stigið, enda mikilvægt í þeirri baráttu sem framundan er hjá KA. „Þetta var svo sem lokaður leikur og ekki mikið um færi. Ég er samt ánægður með spilamennskunna hjá okkur, mjög þéttir og mikið jafnvægi. Inn í svona leik þá eru það þessi litlu augnablik sem skera úr um og ég hefði alveg viljað kreista út sigurinn. Mér fannst við spila nógu vel til þess en ég held að jafntefli sé nú sanngjarnt,“ sagði Óli Stefán. KA-menn sköpuðu fá opin færi en fengu nokkur álitleg föst leikatriði. Óli Stefán sagðist hafa viljað sjá KA-menn nýta þau tækifæri betur en var engu að síður sáttur með framlag sinna manna. „Mér finnt heildarbragurinn á liðinu vera mjög góður. Ef ég horfi yfir síðustu fimm-sex leiki að Breiðabliks-leiknum undanskildum þá finnst mér góður bragur á liðinu. Við erum að bæta okkur og líka mjög jákvætt að við erum að nota ungu drengina okkar. Brynjar Ingi kemur inn 19 ára gamall og stígur ekki feilspor. Þetta er svo jákvætt fyrir okkar vinnu,“ sagði Óli Stefán. Framundan er fallbaráttuslagur við Grindavík, leikur sem má ekki tapast fyrir hvorugt lið. „Nú verðum við að einbeita okkur að næsta verkefni. Við megum ekki vera að horfa of langt fram í tímann. Maður færi yfir um ef maður spáir of mikið í svoleiðis. Næsta verkefni og við tökum þennan leik og það er hægt að byggja á mörgu sem við gerðum vel í dag. Við verðum að gíra okkur upp í leikinn gegn Grindavík á sunnudaginn.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti