Konur öflugar í maraþoni Elín Albertsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:00 Konur eru farnar að stunda hlaup í auknum mæli og eru orðnar fleiri en karlar í maraþonhlaupum um víða veröld. Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. Þátttakendurnir í rannsókninni voru 107,9 milljónir hlaupara frá ólíkum löndum úr 70 þúsund hlaupum frá árinu 1986-2019. Í ljós kom að norskar konur eru fljótari að hlaupa maraþon en bæði bandarískir og breskir karlar sem hafa dregi „Ég gæti trúað að ástæðan fyrir þessu sé hvatning sem íþróttafólk fær í Noregi. Í Noregi er meiri samkeppni en í Bandaríkjunum. Þar hleypur fólk sér til ánægju og meira á félagslegum nótum. Norðmenn eru hins vegar keppnisfólk,“ segir Jens Jakob Andersen, eigandi RunRepeat sem stendur á bak við rannsóknina. Miðillinn forskning?.?no birtir grein um rannsóknina auk allra helstu sportmiðla í heimi. Karlmenn frá Indlandi, Brasilíu, Suður-Kóreu, Japan, Malasíu, Nígeríu og Taílandi eru seinfærari en Norðmenn og Íslendingar. Samkvæmt rannsókninni eru fjórar þjóðir betri í maraþonhlaupum en Norðmenn. Spánverjar eru fljótustu hlaupararnir en á eftir þeim koma Svisslendingar, Hollendingar og Portúgalar. „Norðmenn eru yfirhöfuð miklir íþróttamenn. Við vitum ekki af hverju þeir eru svona góðir hlauparar en loftslagið gæti hjálpað til. Bestu hlaupaaðstæður eru í 10-12 stiga hita. Annars held ég að þetta sé kúltúrinn í landinu, Norðmenn hafa alltaf verið mjög góðir í íþróttum, til dæmis á Ólympíuleikum,“ segir Jens Jakob. Norðmenn eru langbestu hlauparar á Norðurlöndum. Svíar eru í 33. sæti og eru þeir verstir meðal Norðurlandaþjóða. Ísland er í 7. sæti en íslenskir hlauparar eru ekki langt á eftir Norðmönnum í maraþonhlaupi. Danir eru í 16. sæti og Finnar í 32. sæti. Rannsóknin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið um hlaup. Það var International Association of Athletics Federations (IAAF), hið danska RunRepeat og doktor Vania Nikolova sem unnu rannsóknina sem tók átta mánuði. Í fyrsta sinn í sögunni eru fleiri konur en menn í maraþonhlaupi. Þetta þykir afar athyglisvert en á Íslandi eru 58% þátttakenda konur, samkvæmt rannsókninni. Árið 2018 voru 50,24% þátttakenda konur á heimsvísu. Athygli vakti að í Sviss þar sem eru hröðustu kvenmaraþon í heimi er ekki mikil þátttaka kvenna eða aðeins 16%. Á sama tíma eru þátttakendur stöðugt að eldast og yngjast þannig að aldursbilið hefur breikkað. Árið 1986 var meðalaldur þátttakenda 35,2 ár en á síðasta ári var hann 39,3 ár. Þátttakendum hefur fækkað á heimsvísu um 13% frá metárinu 2016 þegar 9,1 milljón manna tók þátt í maraþoni. Í Belgíu hefur hlaupurum hins vegar fjölgað mikið.Nánar á runrepeat.com undir fyrirsögninni Marathon Statistics 2019 Worldwide. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. Þátttakendurnir í rannsókninni voru 107,9 milljónir hlaupara frá ólíkum löndum úr 70 þúsund hlaupum frá árinu 1986-2019. Í ljós kom að norskar konur eru fljótari að hlaupa maraþon en bæði bandarískir og breskir karlar sem hafa dregi „Ég gæti trúað að ástæðan fyrir þessu sé hvatning sem íþróttafólk fær í Noregi. Í Noregi er meiri samkeppni en í Bandaríkjunum. Þar hleypur fólk sér til ánægju og meira á félagslegum nótum. Norðmenn eru hins vegar keppnisfólk,“ segir Jens Jakob Andersen, eigandi RunRepeat sem stendur á bak við rannsóknina. Miðillinn forskning?.?no birtir grein um rannsóknina auk allra helstu sportmiðla í heimi. Karlmenn frá Indlandi, Brasilíu, Suður-Kóreu, Japan, Malasíu, Nígeríu og Taílandi eru seinfærari en Norðmenn og Íslendingar. Samkvæmt rannsókninni eru fjórar þjóðir betri í maraþonhlaupum en Norðmenn. Spánverjar eru fljótustu hlaupararnir en á eftir þeim koma Svisslendingar, Hollendingar og Portúgalar. „Norðmenn eru yfirhöfuð miklir íþróttamenn. Við vitum ekki af hverju þeir eru svona góðir hlauparar en loftslagið gæti hjálpað til. Bestu hlaupaaðstæður eru í 10-12 stiga hita. Annars held ég að þetta sé kúltúrinn í landinu, Norðmenn hafa alltaf verið mjög góðir í íþróttum, til dæmis á Ólympíuleikum,“ segir Jens Jakob. Norðmenn eru langbestu hlauparar á Norðurlöndum. Svíar eru í 33. sæti og eru þeir verstir meðal Norðurlandaþjóða. Ísland er í 7. sæti en íslenskir hlauparar eru ekki langt á eftir Norðmönnum í maraþonhlaupi. Danir eru í 16. sæti og Finnar í 32. sæti. Rannsóknin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið um hlaup. Það var International Association of Athletics Federations (IAAF), hið danska RunRepeat og doktor Vania Nikolova sem unnu rannsóknina sem tók átta mánuði. Í fyrsta sinn í sögunni eru fleiri konur en menn í maraþonhlaupi. Þetta þykir afar athyglisvert en á Íslandi eru 58% þátttakenda konur, samkvæmt rannsókninni. Árið 2018 voru 50,24% þátttakenda konur á heimsvísu. Athygli vakti að í Sviss þar sem eru hröðustu kvenmaraþon í heimi er ekki mikil þátttaka kvenna eða aðeins 16%. Á sama tíma eru þátttakendur stöðugt að eldast og yngjast þannig að aldursbilið hefur breikkað. Árið 1986 var meðalaldur þátttakenda 35,2 ár en á síðasta ári var hann 39,3 ár. Þátttakendum hefur fækkað á heimsvísu um 13% frá metárinu 2016 þegar 9,1 milljón manna tók þátt í maraþoni. Í Belgíu hefur hlaupurum hins vegar fjölgað mikið.Nánar á runrepeat.com undir fyrirsögninni Marathon Statistics 2019 Worldwide.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira