Gætu vikið frá stefnu sinni um beitingu kjarnorkuvopna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Varnarmálaráðherra Indlands talar nú með öðrum hætti um notkun kjarnorkuvopna. Nordicphotos/Getty Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira