ÍBV hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil í Olís deild kvenna í handbolta.
Nýju leikmennirnir eru þær Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic sem koma báðar frá Svartfjallalandi. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu handboltans hjá ÍBV.
Darija Zecevic er 21 árs gamall markvörður sem var síðast á mála hjá Zurd Koper í Slóveníu.
Ksenija Dzaferovic er 19 ára gömul skytta og var síðast á mála hjá ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi.
Áður hafði ÍBV samið við tvo pólska leikmenn eða þær Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en Karolina er 26 ára gömul skytta.
Þetta þýðir að báðir markverðir ÍBV-liðsins verða erlendir leikmenn.
Handbolti