Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2019 15:15 Grein Halpern birtist í New York Times. Skjáskot Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira